Radio PSB

20 maí 2006

Bjöggi Halldórs já. Hann tapaði víst svipað og Silvía Nótt. Í júróvisjón sko.
En ég vil benda ykkur á síðuna hans Jóns Frímanns. Ansi skemmtileg lesning þar á ferð oft á tíðum.
Reyndar er hann ekkert voðalega "sjálfstæðis-vænn" í nýjustu færslunni sinni en hann má hafa sínar skoðanir eins og aðrir.

Hér í Skarðshlíðinni stendur yfir ALLSHERJAR hreingerning fyrir júróvisjon kvöldið í kvöld. Hvað kvöldið varðar, það eina sem ég veit er að við ætlum að hafa flugslys (kjúkling) í matinn og að Gulla og Daníel ætla að koma í heimsókn. Æi það verður voða gott að fá Gullu í heimsókn líka, þá get ég kannski talað við hana um eitthvað annað en júróvisjon því það er klárt mál að Helga og Daníel verða ekki til umræðu um neitt annað. Vertu velkomin Gulla mín :)

Nú já. Ég hef ákveðið að taka aftur upp þann sniðuga lið að hafa hér á síðunni hlekk á "áhugaverða síðu dagsins" nema hvað ég blogga reyndar ekki á hverjum degi svo þessi liður kemur til með að heita "áhugarveð síða skiptisins". Málfræðingar (Líkt og Ágústa Eva, en hún er víst lærð eitthvað svoleiðis) hafa sjálfsagt eitthvað út á þessa nafngift að setja. Það er gott. En síða þessarar færslu er um ketti. Hver vill ekki lesa sig til um ketti, þau leiðinda kvikindi. O jæja. Kannski eru ekki allir kettir eins leiðinlegir og Hákon hér í Skarðshlíðinni.

Svo er bara að fara að æfa sig fyrir 10-15 júlí. Þá verður gaman. Ekki satt?

Engin ummæli: