11 júní 2006

Þetta fann ég á síðunni hans Gumma Jóns........... "Ég er loksins búinn að bóka sumartónleikatúrinnógurlegaþarsemgummijónsspilarlögsín ogtextaafstakrisnilldvogarinnar í þessum skrifuðum orðum og læt ég hann því fylgja með hér fyrir neðan:

15. júní, fimmtudagur. Reykjavík ? Sólon. Útgáfutónleikar og munu þeir mér til fulltingis leika; Benedikt Brynjólfsson á trommur og Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa.
20. júní, þriðjudagur. Grindarvík ? Salthúsið
21. júní, miðvikudagur. Keflavík ? Yello
22. júní, fimmtudagur. Hvamstanga ? Þinghúsbar
23. júní, föstudagur. Ísafjörður ? Langi Mangi
24. júní, laugardagur. Bolungarvík ? Vaxon
27. júní, þriðjudagur. Akranes ? Kaffi Mörk
28. júní, miðvikudagur. Blönduós ? Við Árbakkann
29. júní, fimmtudagur. Skagaströnd ? Viðvík
30. júní, föstudagur. Siglufjörður ? Allinn
1. Júlí, laugardagur. Dalvík ? Kaffi Sogn
4. Júlí, þriðjudagur. Akureyri ? Kaffi Amor
5. Júlí, miðvikudagur. Reyðarfjörður ? Kaffi Kósí
6. Júlí, fimmtudagur. Egilsstaðir ? Svarthvíta hetjan
7. Júlí, föstudagur. Seyðisfjörður ? Skaftfell
8. Júlí, laugardagur. Norðfjörður ? Rauða torgið
11. Júlí, þriðjudagur. Grundarfjörður ? Kaffi 59
12. Júlí, miðvikudagur. Flúðir ? Útlaginn
13. Júlí, fimmtudagur. Vestmannaeyjar - Drífandi

Tónleikarnir byrja kl. 22.00 (yfirleitt) og er aðgangseyrir 1000 kr.
Hlakkar mig afskaplega mikið til að sjá........" hann (Gummi sko) veit sem sagt ekki að maður segir "Ég hlakka afskaplega..." en ekki hlakkar mig.

Ég, ásamt MÖRGUM öðrum íslendingum, var að hlusta á Sniglabandið á Rás 2. Þetta var mjög skemmtilegt prógram hjá þeim..... eins og venjulega. Ég reyndi nú að ná inn til þeirra en það habbðist ekki. Kemur kennske næst. Það hefði nefnilega verið gaman að heyra þá spila Money eða Brain Damage með Pink Floyd. Jafnvel Comfortably Numb.

Tónleikarnir með R. W. eru víst annað kvöld og ég er farinn að hlakka MIKIÐ til að komast á þá. Þetta verður að öllum líkindum hin magnaðasta skemmtun. Og ég segi bara við alla hina sem ætla að fara á þessa tónleika: Góða skemmtun.

Ferð þú á tónleikana? Sendu SMS-ið tonleikar bil ja of kors eða tonleikar bil nei pottthett ekki í símanúmerið 1.

Engin ummæli: