07 júní 2006

?
Ég er líka að prófa þetta PICASA 2 sem Silli benti okkur á. Og í tölvunni fann ég þessa líka fínu mynd af Bessastöðum 1. Reyndar heitir bærinn bara Bessastaðir, en ekki Bessastaðir 1. En Magnús frændi minn á Bessastöðum hitti einvern kall á Hvammstanga fyrir jólin og sá kall spurði Magnús hvort hann væri ekki sonur Guðnýjar og Jóa. Hann játti því. Þá spurði kallinn hvort Magnús ætti þá ekki heima á Bessastöðum. Einnig játti hann því en tók það skírt fram að hann ætti heima á Bessastöðum 1. "Bessastöðum 1" endurtók kallinn. "Já, sko" útskýrði Magnús. "Hann Ólafur Ragnar á heima á Bessastöðum 2".
En eins og myndin gefur til kynna er ávalt svona gott veður í og við Hrútafjörð. Sjórinn á myndinni er Fótósjoppaður inn á myndina og synan líka.

Finnst þér þetta ekki fínt? Posted by Picasa

Engin ummæli: