Sælt veri fólkið.
Það er farið að bera á nýjum hjólum á markaðnum. Þar ber helst að nefna Polaris með nýja Sportsman hjólið og RZR (Racer, eins og sumir segja) hjól eða hvað ætti helst að kalla þessi faratæki. Í Bandaríkjahreppi eru þessi tæki kölluð UTV (Utility Terrain Vehicle).
REYNDAR eru þetta einu "nýju" hjólin á markaðnum.... í bili. En það er alltaf vona á einhverju nýju, sérstaklega ef einn framleiðandinn kemur með eitthvað nýtt, þá reyna aðrir auðvitað að bæta um betur með næstu útgáfu af sínum tækjum og ég segi mitt álit hér að ALLIR aðrir framleiðendur, en Polaris, mega heldur betur fara að spýta í lófana ef þeir ætla að hafa roð í nýja Polaris XP hjólið.
Hér er er vídeó af Suzuki King Quad 750 2009 árgerðinni hjá ATV TV
Og hér er svo vídeó af fyrsta akstri þeirra ATV TV félaga á Sportsman 850XP sem ég held að sé alveg hrikalega skemmtilegt hjól.
Svo fékk ég senda þessa mynd, frá góðum manni, af einu Can-Am hjóli sem er assgoti vel útbúið.
Í næsta þætti eru það svo GPS pælingar. Þau tæki sem eru heitust að mínu mati eru tækin Colorado 300 og Oregon 300, bæði frá Garmin og eingöngu vegna þess að það eru því miður einu tækin sem hægt er að fá íslenskt landakort í frá R.Sigmundsson. Reyndar er R.Sigmundsson verslunin EKKI ENNÞÁ KOMIN MEÐ OREGON TÆKIÐ Í VEFVERSLUNINA en það breytist vonandi fljótlega svo hægt verði að bera saman verðið á því hjá þeim og hjá ELKO... sem dæmi.
Maður verður nú vera með "öryggistæki" á fjórhjólinu sko. Það gengur nú bara ekki annað.
Gott í bili.
Ble ble.
1 ummæli:
Já líst mér á að fara að taka á þessum gps málum.Ég er núna kominn með ísl kort i tækið mitt(colorado 300) og þetta er bara mjög gott tæki einfallt og þægilegt tæki að vinna á.
Skrifa ummæli