Radio PSB

11 desember 2008

13. desember er alveg að koma.

Góðan dag góðir lesendur.

Það er að koma að laugardeginum 13. desember 2008.
Það þýðir bara að það er alveg að koma að fjórhjólaferðinni sem ferður farin þann dag.
Ég var að skoða veðurspána á síðunni vedur.is
Hún er svona:



Hér er verið að tala um gríðarlega góða veðurspá fyrir norðvesturland og afar heppilegt því að skella sér í góða ferð með góðu fólki.

Núna sit ég í lestinni sem gengur milli Sønderborg og København. Við erum á leiðinni til Kastrup í flugið sem er klukkan 20:10 í kvöld.
Áætlaður lendingatími er kl 22:20 en líklegt er að við gistum í Keflavík vegna þess að það er spáð óveðri á Holtavörðuheiðinni í nótt, á þeim tíma sem við ættum að vera á ferðinni þar.

Læt þetta nægja að sinni.

Palli kveður úr vagni 22, sæti 58 á leið til Kastrup.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er alveg ÓTRÚLEGA gott blogg hjá þér Páll . Segi og skrifa BOBA:)

pallilitli sagði...

HAHAHAHAHA. BO(m)BA er magnað.
Geðveikt gott útlit fyrir geðveikt gott veður :-)

Nafnlaus sagði...

Já nákvæmlega. Góða ferð heim. Kv Þórður og Ninna :)