06 janúar 2009

Fjallið á föstudaginn???

Já gleðilegt ár góðir lesendur og velkomnir hingað að blogginu.

Við Hlynur erum að spá í að fara kannski í Vatnsnesfjallið á föstudaginn. Það er nefnilega ekkert svo slæm spá fyrir föstudaginn en leiðindar spá fyrir helgina.
Fákarnir eru farnir að stirðna við að það eitt að standa aðgerðarlausir og óhreyfðir svo nú er rétti tíminn til að gera eitthvað... áður en veður versnar.

Þeir sem nenna og vilja koma með mega það ef þeir vilja.
Við erum svo sem ekki búnir að ákveða hvort við förum eða þá hvenær en það kemur í ljós með tíð og tíma.

Hér er svo spáin fyrir föstudaginn. Fengið hjá Veðurstofu ÍslandsTakk fyrir og góðar stundir.

Engin ummæli: