08 febrúar 2009

Fjórhjólamessa í Jötunheimum.

Nú segi ég bara eins og Fjórhjólamaðurinn:
Jaksemash.
Ég fór á þessa fjórhjólamessu. Fjórhjólamessu já. Enginn var nú presturinn þarna og ekki voru nú mörg hjólin. En nokkur hjól voru þarna á svæðinu þó og flest þeirra vel útbúin... enda björgunarsveitahjól sem verða víst að vera vel útbúin... svo ekki þurfi mikið að bjarga þeim hehe.

Myndir eru inni á myndasíðunni http://picasaweb.google.com/pallibj/FjorhjolamessaIJotunheimum#


Svo vil ég endilega minna á síðuna hans Hlyns. Þar eru myndir frá ferðalagi sama dag og fjórhjólamessan var. Björgunarsveitin Húnar stóð fyrir einhverskona fjölskyldu degi á Vatnsnesfjallinu. Farið var alla leið upp á Þrælsfell ef rétt ég skil.

Njótið vel.

Kveðja,
Palli.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig fannst þér messan heppnast?
Fengu menn að prófa hjólin og gera samanburð á þeim?

pallilitli sagði...

Svör við þessum tveimur spurningum:
Ekkert sértaklega, ég var ekki að fíla hana.
Nei.

Sko. Þessi messa var í svipað stóru húsnæði suðurendi prjónastofunnar er en deildu samt með tveimur. Þá færðu út rétta hugmynd af stærð svæðisins.
Meira að segja var svo lítið pláss að það þurfti að hengja eitt hjólið upp í spotta ti lað það væri pláss fyrir það :-)

Nafnlaus sagði...

Mér finnst alveg magnað hvað er hrúgað af allskonar rafmagns búnaði á þessi björgunarsveitar hjól, því að ég held að rafkerfið í þessum hjólum sé nú ekki gert fyrir svona lagað a.m.k ekki orginal rafkerfið í þeim!!!. En fínar myndir frá sýningunni hjá þér, og mikið asskoti varstu heppinn að eitt hjólið skuli hafa hangið svona í spotta í loftinu, þá hefurðu ekki þurft að beyja þig eins mikið til að skoða það hehehe;)

pallilitli sagði...

Ég er nú ekkert litill sko :-)

Nafnlaus sagði...

Sælir ókunnugu menn. Icebike í Kelfavík syðri, eru með þjónustu sem græjar götuskráningu. Maður færir þeim hjólið og nær í það, á hvítum númerum. Hringið í þá og spyrjið út í Súkkuna, þeir virðast vera með þetta alveg á tæru.
Kostar á bilinu 100-130 þús, eftir erfiðlekastigi. :)
Kveðja- Helgi sunnlendingur.
hpfoss.blog.is- polaris.blog.is

pallilitli sagði...

Þakka þér fyrir Helgi sunnlendingur.
Það verður hringt í þessa gaura í Kef.su.

Unknown sagði...

vííííí!!!!!! en hvernig er það með þig Sigurður hinn smávaxni...á ekkert að fara dæla inn myndum til að hressa uppá geðið hjá manni??? eða þarf ég að koma norður og hjóla fyrir framan myndavélina hjá þér svo þeð gerist????;D

pallilitli sagði...

Hinni minn. það er nú slatti af myndum inni á Picasa vefnum sem eru linkar inn á hér i hverri einustu bloggfærslu síðan fyrir jól.... eða næstum því.