28 desember 2003

Komið þið sæl......

Og gleðileg jól og takk fyrir gamanið á Gunnukaffi og mikið eruð þið falleg og hana nú. Það eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að voga sér út í. Til dæmis þetta með Gunnukaffið og æfingu ðE Zetors, að maður skildi sleppa lifandi frá því öllu. Bara svona pæling...
Er mikið um að fólk hætti að blogga um jólin? Er nokkuð bannað að blogga um jólin?

Það verður víst einhver rosa flugelda (ragettu) sýning á gamlárskvöld hjá Björgunnarsveitinni Káraborg. Stór og mikil er sagt og ekki víst að himnarnir beri þess bætur. Kemur í ljós.

Og svo verða allir að muna eftir áramótaballinu með Kashmir á Gunnukaffi. 1.500 kall inn samkvæmt nýjustu heimildum. Nýtt prógram að hluta hjá hljómsveitinni.

Sjáumst þá gott fólk í Bloggheimum.

Vænustu kveðjur,
Palli.

Engin ummæli: