20 desember 2003

Glerártorg...... Plastártorg

Við fórum áðan að kaupa jólagjafir. Það var snilld. Og ég hef aldrei verið eins fljótur að kaupa jólagjafir og þetta árið. Og ekki orð um það meir.

Og það snjóar og snjóar á Akureyri og er orði allt of jólalegt hér. Mér finnst reyndar alveg eins jólalegt þó að það sé enginn snjór. Mér er reyndar alveg sama hvort er.
En segið mér eitt. Á ekki að mæta á jólaballið með ðe Zetors á Gunnukaffi kl. 00:00 þann 27. des. næstkomandi? Mér finnst að allir eigi að mæta. Ef þið viljið nánari upplýsingar um ballið Þá skoðið síðu ðe Zetors. Hún er flott.

Bless kless.

Engin ummæli: