Ég var víst bara nokkuð heppinn áðan.
Meðan allir bílstjórar sem voru á ferðinni í dag lentu í þónokkurri hálku þá var ég á ferðinni nú í kvöld og lenti í nánast engri hálku.
Ég fór sko af stað úr Reykjavík helvíti (sem er svo sem ekkert helvíti) klukkan 18:00 og var kominn til Akureyrissssssss klukkan 23:00 með 35 mínútna stoppi í Mu sjoppunni. Scanian er sko algjör ragetta.
Fyrir þá sem ekki vita er ég að keyra flutningarbíl milli Reykjavíkur helvítis og Akureyrissssssss. Fer suður á sunnud. þriðjud. og fimmtud og norður á mánud. miðvikud. og föstud. aðra vikuna og suður á mánud. og miðvikud. og norður á þiðjud. og fimmtud. hina vikuna. TAKK FYRIR.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli