Sælt fólk. Hér sit ég í stól heima hjá Bjarna og Öddu með fartölvuna í kjöltunni og með gemsann við hliðina á mér sem módem og er að blogga. Ó hvað lífið er þægilegt svona á snúrra............. eða hvernig það er er skrifað í fleirtölu.
Svo var seinasta æfing fyrir söngvarakeppni í dag. Krakkarnir eru orðnir þrælklárir á lögunum, og svipaða sögu má segja um hljómsveitina. Og EKKI spyrja hvaða krakkar eru sigurstranglegastir eða hverjir vinna keppnina. Ég hef ekki hugmynd um það en ég skal láta ykkur vita annað kvöld eða á fimmtudaginn hvernig þetta allt fer.
En svo hef ég eina spurningu í lokin. Hver þorir að veðja upp á það að Sigrún Dögg guggni á að HÆTTA VIÐ að syngja á söngvarakeppninni??? (Já það hefði verið hægt að orða þessa spurningu öðruvísi. Satt er það)
Bless fólk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli