30 janúar 2004

Flutningar...

Já. Þeir ganga ágætlega. Ég var að hjálpa Sollu og Gústa að flytja í kvöld. Þau voru sem sagt að fara í nýju fínu íbúðina sína sem er við Oddeyrargötu nr. ??. Og svo taka við flutningar hjá okkur á morgun frá Drekagili til Skarðshlíðar. Það ætti að ganga fljótt fyrir sig því að Helga er búin að skipuleggja allt svo ROSALEGA vel. Ég er búinn að fá manskap til að flytja með okkur á morgun. Þeir Jón Ingi frændi minn, Ingi Þór, Iddi Shellari og sennilega kemur maðurinn sem er frá sama landi og Bono líka. hann heitir Tomas Barry (maðurinn hennar Ingunnar Helgu frænku). Helga er búin að fá einhverjar kellingar í að þrífa með sér á morgun. Þær heita held ég SiggaHreinsÁtríðurÞuríðurAsía og sennilega kemur einhver ein enn. Saman ganga þær undir nafninu "FUGLABJARGIÐ". Svo ætlum við að halda innflutningspartýið í Félagsheimilinu Hvammstanga þann 27. mars næstkomandi með miklum tónleikum og skemmtilegum uppákonum :-) frá Landsanum (Það skilur þetta sennilega enginn ennþá nema RB frænka). Allir velkomnir þangað gegn greiðslu inn í húsið.
Take care now, bye bye then.

Engin ummæli: