01 júní 2004

Halló. (með fyrirvara um stafsetningar- og prentvillur)

Fyrir þá sem langar að skoða myndir úr Kárahnjúkum bendi ég á að heimsækja OFOTO síðuna. Þar eru nokkrar myndir en það tekur svo voðalega langan tíma að uploada myndunum í gegnum gemsann að ég nennti ekki að setja nema örfára inn.

Það var snilld í gær. ÉG var að fara með útlendingana niður í gljúfrið (eða to Canyon eins og þeir segja á enskunni). Til að komast niður í gljúfrið þarf að keyra niður af bjargsbrúninni eftir göngum sem búið er að bora í bergið. Sennilega er hallinn í þeim, þar sem hann er minnstur, álíka mikill og þar sem hann er mestur í Hvalfjarðargöngunum. Og það er bara smá kafli sem er svo "lítið" brattur. Á einum stað i göngunum þarf að bakka allavega tvisvar til að komast fyrir horn sem verður að komast fyrir. Ekki má bakka of mikið því að þá rekst afturendinn á rútunni í vegginn fyrir aftan og ekki má keyra of nálægt veggjunum því að þá rekst toppurinn á grænu (sem er á myndinni á ofoto síðunni) rútunni efst í veggina.
En ég var sem sagt að snúa rútunni þarna í göngunum þegar að allt í einu heyrist STOP á FJÓRUM tungumálum lágmark. Það var snilld. Á kínversku er það: beddó. Á portúgölsku er það: gjúertóbreskalínmagírónefristamsjettos. Á ítölsku er: stop og á pólsku er það: Klerffffghikljkukjhgjfdhuu.po. Ég náði ekki alveg hvernig það er á rúmönsku vegna þess að Rúmeninn sat aftast í rútunni en mér heyrðist hann segja: Stop, púnkass. Hann er frekar mikill dóni sá.

Og jiiiibbbbbbíííííííííí...... á fimmtudaginn fer ég í viku frí og þá verður nú gaman. Sennilega.....

Bless á meðan.

Engin ummæli: