17 október 2004

Hringja........ OF SEINT.

Ég var vakinn í nótt. Klukkan ca nákvæmlega 00:59 (samkvæmt nýja símanum mínum) hringdi engin önnur en Sigrún Dögg. Ég veit að ég á það til að hringja kannski um klukkan 10 eða 1/2 11 á kvöldin en ég hringi þó ekki klukkan 00:59. Var sko sofnaður um 11 leitið eftir að hafa talað við Helgu rétt fyrir 11. En svo hringir síminn eins og áður hefur komið fram. Og hver heldur þú að hafi verið í símanum? Sigrún Dögg að segja mér það að hún sé búin að ákveða að syngja eitthvað annað lag en eitthvað annað sem hún ætlaði að syngja en væri hætt við það núna. Hún hefði alveg getað sleppt þessu vegna þess að ég man ekkert af því sem hún sagði í nótt. Ég man reyndar að hún var að tala eitthvað um einhverja fiðlu. Þetta er árangurinn af því að hringja í mig svona seint. Sem betur fer er ég búinn þeim kosti (vil ég meina, Helga segir að það sé galli) að ég sofna oftast frekar fljótt aftur ef ég er vakinn. En það gerist samt mjög SJALDAN..... held ég.

ÉG á að keyra þetta í dag og næstu daga.


Þetta heitir Iveco Magirus Deutch Euro Cargo. Oftast kallaður Magaríus eða fangarútan.

Tæknilegar upplýsingar:
Vél - Deutch V8 loftkæld ca 10ccm. 242 hestöfl túrbínulaus. (Því miður)
Gírkassi - ??? en hann er 6 gíra, ósyncroniseraður þannig að það er ekkert gaman að skipta honum.
Drif - ??? en þau drífa.
Dekkjastærð - 1400x22" vetrardekk en 385/65 X 22,5 sumardekk.
Bremsur - ágætar.
Farþegafjöldi - 38 eða 39, man ekki hvort heldur er.

Annað var það ekki í bili.
Bless bless.

Engin ummæli: