12 október 2004

Silli er kominn heim frá útlandinu stóra USA.
Ég er að fara til Egilsstaða í fyrramálið til að sækja ca 30 útlendinga sem eru að byrja að vinna hér hjá ImpreGRILLÓ eins DórBlö orðaði það svo hlægilega. Á 55 manna rútu sæki ég þá.
Það gengur hvorki né rekur í bílamálunum hjá okkur Helgu. Siggi í Heklu sem stjórnar málunum, vill ekkert að við fáum hvaða bíl sem er í staðinn fyrir Galant. En nú er búið að rífa vélina upp úr honum (Galantaninum sko, ekki Sigga) og það er verið að skoða hana. Verkstæðismennirnir sem gerðu við vélina fyrir 20.000 kílómetrum segja að það hafi verið svo mikið bensín í smurolíunni. Það eru 10.000 kílómetra síðan það var skipt um olíunni á vélinni síðast og það er ástæðan fyrir því að vélin hrynur segir verkstæðið. En ég er ekki sammála því. Ég veit um HELLLLLLLING af bílum sem hafa farið 10.000 km og mun meira en það án þess að fá nýja olíu. Bensín í olíunni ,eftir viðgerð, bendir bara til lélegrar viðgerðar, ekki satt?

Þá er ekki fleira í þættinum að þessu sinni,
verið þið sæl.

Engin ummæli: