Í stuttu máli:
Engin mynd núna en í gær var útskriftar-/afmælisveisla hér í Skarðshlíðinni. Hingað komu nokkrir gestir og var bara nokkuð gaman. Kökur og dótarí. Helga var að útskrifast sem kennari frá Háskólanum á Akureyri og Hinrik Elvar átti afmæli. Reyndar átti hann afmæli þann 27. maí en stundum er seint betra en aldrei.
Og svo er stefnan tekin á að fara í golf með Tom í dag. Tom er Íri, hann býr með Ingunni Helgu frænku minni sem er systri Röggu og dóttir Bjarna Þórs frænda míns. Við Ingunn erum fædd á sama ári og þar af jafn gömul; það er ekki nema einn mánuður á milli okkar. Við áttum víst að fæðast sama dag en mamma hennar var eitthvað að drífa sig og átti 16. okt. en mamma mín var ekki eins stressuð og átti 16. nóv. Þar hafið þið það.
Bless.
Spakmæli:
Sólin er heitari en við getum gáð að.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli