Radio PSB

04 október 2005

Lesari kvöldfrétta er Pálmi Jónasson en umsjónarmaður er Broddi Broddason.

Það er komið að því að spila næstu helgi.... þetta er asnalega orðað, ég veit það en það er töff. Ég er að fara að spila með Hjalta og Gósa. Mér heyrðist á Kjartani Óla að þetta band komi til með að heita "Fermingarbandið". Við vorum eitthvað að pæla í "Brúðkaupsbandið" en það er ekki alveg nógu gott. Svo held ég líka að það sé upptekið.
En ég var að spila með Hjalta, Benna og Bjössa um daginn. Það var fínt sko. Stóðréttarball á Hótel Hópi. Ca. 110 manns mættu þangað og skapaðist gríðarleg stemming. Hjalti tók ekki mikið í nefið sem hafði þær afleiðingar að minna tóbak en ella hrundi úr nefinu á honum niður í micrófóninn (hljóðgleypinn) sem stíflaði hann ekki eins mikið og venjulega sem þýðir lægra level (lægri útstirkur) á faderinn (sleðann) á hans rás (rás).
Benni er einn af þeim sem þurfa að heyra lögin aðeins einu sinni til að læra þau...... nema Lóu litlu á Brú(n). Hann getur bara ekki munað hvernig það er. Það er alltaf eins og hann sé að spila það afturábak (Reverse).
Og Bjössi nikkari greindist með taktstíflu í vinstri löppinni fyrir stuttu. Þess vegna slær hann taktinn eingöngu með hægri löppinni þegar hann er að spila. Og ég, ég stóð eins og járnkall, kafrekinn ofan í sviðið og haggaði mér ekki um cm fyrr en ballið var búið. Spyrjið bara Þorbjörgu Helgu ef þið trúið mér ekki. Hún var á staðnum.

EN þetta er auðvitað bara allt djók (gín).
Meira seinna.

Bless.

Engin ummæli: