08 október 2005

Morgunfréttir, Hjördís Finnbogadóttir.

Ég sem sagt fór vestur á Hvammstanga í gær á Bomsunni (eins og Skoda bifreiðar voru kallaðar í gamla daga). Magnaður bíll þessi Skódi. Hann eyðir ca 6,3 lítrum í blönduðum akstri. Ca rétt um 5 lítrum á langkeyrslunni og um 7 lítrum innanbæjar, sem er frábært.

En ég fór vestur til þess að spila með Gumma og Hjalta eins og fram kom í blogginu hér að neðan. Ballið var ágætt að flestu leiti. Þetta var svona "fámennt en góðmennt" ball. Ég veit ekki nákvæmlega hve margir komu inn og ekki heldur hversu margir af þeim sem komu inn borguðu sig inn. Fjármálastjórinn, dyravörðurinn og þjónninn okkar var orðinn aðeins of fullur til þess að muna hvort allir sem komu inn höfðu borgað eða ekki. Hmm... Gunni.... ekki nógu gott. En hann stóð sig samt MJÖÖÖÖG vel. Þakkir fyrir það Gunni minn.
En þetta var samt fínt og hér getur að líta stemminguna heima hjá Munda og Sigrúnu fyrir ballið (Mundi og Sigrún fóru ekki á ballið)....




Og hér er svo hægt að sjá hvernig stemmingin var á ballinu.


Gummi ætlaði að hreinsa út úr eyranu á Jóa.


Gunnar var ekki svona fullur. Hann er bara að fíflast þarna á myndinni.


Dóri var í svaka fíling þegar Hjalti, Gummi og Gunni dyravörður spiluðu lagið Wish you where here með Pink Floyd.

Verði ykkur að góðu.

Engin ummæli: