19 október 2005

Hádegisfréttir verða klukkan tólf tuttugu en yfirlit hádegisfrétta klukkan tólf.

Nú er gaman. Eða þannig sko. Það á að fara að snjóa aftur, sem þýðir keðjufæri (líklega) á Víkurskarðshelv..... og á Fljótsheiðinni. En það verður bara að hafa það. Ég er á tímakaupi og það MJÖG lágu.

Þetta sá ég hjá Láru Kristínu frænku og ætla að gera svipað.

Núverandi tími: 21:25
Núverandi föt: Bláar McGordon gallabuxur, grænn stuttermabolur með styttri gerð af ermum og svartir sokkar.
Núverandi hár: Dökkt eins og venjulega og nýlega klippt.
Núverandi pirringur: Veðurspáin fyrir fimmtudag og föstudag; Hugsanlegt keðjufæri.
Núverandi lykt: Súkkulaði lykt af Góu Dúndri.
Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: Æfa mig á hljómborðið ef það væri hér.
Núverandi skartgripir: Trúlofunarhringurinn ef það er skartgripur. Annars ekkert.
Núverandi áhyggja: Hmmm......
Núverandi löngun: Fá mér mjólk og banana :) NAMMI NAMM.
Núverandi ósk: Að það snjói ekki mikið fyrir helgi. Helst ekki neitt bara.
Núverandi eftirsjá: Að hafa ekki komið með hljómborðið norður eftir seinustu helgi.
Núverandi vonbrigði: Að (G)Eimskip skuli segja allt gott en meinar allt vont.
Núverandi skemmtun: Stöð 2
Núverandi ást: Helga Guðrún :-*
Núverandi staður: Skarðshlíð 2d
Núverandi bók: Andrés Önd númer 1.434.547
Núverandi bíómynd: Guess Who
Núverandi Íþrótt: Þvottakústur og/eða háþrýstidæla í ca 35 mínútur annan hvern dag niðri við Oddeyrarskála.
Núverandi Tónlist: The Scissor Sisters, Juanes, Supergrass og Pink Floyd.
Núverandi lag á heilanum: Comfortably Numb (Pink Floyd/Scissor Sisters)
Núverandi blótsyrði: Þetta er rugl
Núverandi msn manneskjur: Lára Kristín, Ingunn svokallaður Tjampari, Sverrir Fór....
Núverandi desktop mynd: Afsakið hlé
Núverandi áætlanir fyrir kvöldið: Horfa eitthvað á imbann og sofna frekar snemma
Núverandi manneskja sem ég er að forðast: Engin
Núverandi hlutir á veggnum:í mínu herbergi? Mynd af pabba mínum heitnum og einhver önnur mynd sem ég man ekki núna hver er og ég nenni ekki að standa upp til að gá að því bara til að segja þér það. Myndi KANNSKI gera það ef ég væri með þrálaust lyklaborð.

Takk og þetta var nú gaman.

En nú skulum við snúa okkur að framtíðinni í tónlistinni. 19. nóvember. Hefur einhver skoðað bloggið hans Munda? Þar segir frá tónleikum sem verða þennan dag. Tónleikar með þeirri mögnuðu hljómsveit Pink Floyd. Reyndar sjá þeir gæjar sér ekki fært að koma til landsins til að hita upp fyrir okkur sem spilum. Kannski koma þeir næst.
Ég kem til með að rugla eitthvað á hljómborði, én hvort það verður mikið rugl verður tíminn að leiða í ljós.

Hér er ein voða flott mynd sem ég tók í gær af Ljósavatni í Ljósavatnsskarði sem er milli Fnjóskadals og Bárðardals.



Verrikkuragóðu.

Engin ummæli: