12 nóvember 2005

Sko. Ég er að spá. Pink Floyd.... það snýst allt um þá ágætu hljómsveit þessa dagan hér í Húnaþingi vestra. Það er vegna þess að Mundi fékk þá flugu í höbbðið á sér að halda tónleika, þ.e.a.s. P.F. tónleika. Nú er þessi hugmynd að verða að veruleika og hvet ég alla sem við það ráða,og aðra, að mæta á tónleikana sem verða á klukkutíma fresti laugardagskvöldið næstkomandi í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Hefjast klukkan 21.00. Miðaverð er krónur 1.000 fyrir orðið fullna vaxta fólk en krónur 500 fyrir 11 ára og yngri börn. Komið og skemmtið ykkur með áhorfi og áheyrn mikilla tónlistarsnillinga er þeir spreyta sig á þessum líka dúndur góðu lögum úr smiðju Roger Waters og félaga. Þetta er skemmtun sem enginn má missa af, það er alveg ljóst. Komið endilega og njótið tóna þessara undurfagurra laga þeirra ofurmenna í P.F. T.d. verða þarna lög á borð við: Peningar, Annar múrsteinn í vegginn númer eitt og tvö, Óttalaus, Bless grimma veröld, Loka skurðurinn, Í holdinu og mörg (nokkur) fleiri. Jú jú.... þessu er bannað að missa af.

Einnig er hægt að lesa um þetta á zetorasíðunni en þeir (Zetorar sko) breyta sér í hvaða hljómsveitar líki án nokkurrar fyrirhafnar.
Takk fyrir í bili.
Er eitthvað meira um þetta að segja?

Engin ummæli: