20 nóvember 2005

"Mitt er særra en þitt. -Já en mitt kemst fyrir inni í þínu"

Pink Floyd.

Góðir hálsar. Hjalti Júl þar með talinn. (Hann hefur nefnilega verið slappur í hálsinum).

Mundi og Sigrún, Silli og Guðfinna, Helga mín, Gunni, Gummi, Óli Teitur, Helga Vilhjálms, Jón Þór, Hannes, Magnús (og vinur hans sem ég man ekki hvað heitir, hinn sviðsmaðurinn). Ég vil byrja á því að þakka ykkur öllum fyrir helgina. Hún var frábær að öllu leiti. Pink Floyd tónleikarnir. Ein mesta tónlistarsnilld sem ég hef tekið þátt í. Að öllu leiti vel heppnuð og skemmtileg. Og áhorfendur, takk fyrir komuna og verði ykkur að góðu.

"Varnagli, hvernig er hann? Hann er hálfur maður og hálfur nagli. Ævisaga hans er væntanleg eftir nokkur ár".

Svo maður tjái sig nú aðeins um skemmtunina sem slíka þá segi ég að hún heppnaðist með eindæmum vel, að mínu mati. Þó er alltaf eitthvað sem má betur fara. Til dæmis er ekki verra að vera búinn að hlusta dálítið á hljómsveitina sem maður ætlar að spila lögin eftir. Næst þegar þetta verður flutt, hvenær sem það verður, þá ætla ég að hafa tvö hljómborð til að spila en ekki eitt. Eitt er gott en tvö er betra.
Æfingarnar voru skemmtilegar, sérstaklega þegar lögin voru spiluð í "LightningPolka" stíl svona til flippa aðeins og gera æfingarnar fyndnari og skemmtilegari.

Þetta var sem sagt allt saman fallegt og gott. Til hamingju allir.

Kveðja frá Akureyris.
Palli.

Engin ummæli: