Það fer allt að gerast.
Eftir akkúrat mánuð fljúgum við út til Danmerkur. Þá erum við sem sagt að flytja þangað út. Þetta þýðir bara það að við hér á bæ þurfum að fara að pakka saman dótinu okkar fljótlega til að koma því í gám. Hjalti Jóhannesson frá Jörfa hefur boðið okkur að setja eitthvað af okkar dóti í gáminn sem hann leigir, en hann hefur tekið 10' á leigu. Það er helmingur af minni gerðinni af gámum fyrir þá sem ekki vissu.
En það er meira skemmtilegt í gangi. Eftir akkúrat ca þrjá daga hefjast ypptökur* í Ásbyrginu á Laugarbakka. Þar ætlum við** að taka upp þau lög sem við spiluðum á Pink Floyd tónleikunum okkar frábæru fyrir áramótin.
*ypptökur er annað (og flottara að mínu mati) orð yfir upptökur en ypptökustjórar verða Jón Þór og Silli.
**við erum, Palli, Mundi, Silli, Gunni, Gummi og kannski Ólafur Teitur ásamt Sigrúnu, Helgu, Helgu, Kjartani og Valda.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli