07 júlí 2006

Það fer allt að gerast.

Eftir akkúrat mánuð fljúgum við út til Danmerkur. Þá erum við sem sagt að flytja þangað út. Þetta þýðir bara það að við hér á bæ þurfum að fara að pakka saman dótinu okkar fljótlega til að koma því í gám. Hjalti Jóhannesson frá Jörfa hefur boðið okkur að setja eitthvað af okkar dóti í gáminn sem hann leigir, en hann hefur tekið 10' á leigu. Það er helmingur af minni gerðinni af gámum fyrir þá sem ekki vissu.
En það er meira skemmtilegt í gangi. Eftir akkúrat ca þrjá daga hefjast ypptökur* í Ásbyrginu á Laugarbakka. Þar ætlum við** að taka upp þau lög sem við spiluðum á Pink Floyd tónleikunum okkar frábæru fyrir áramótin.

*ypptökur er annað (og flottara að mínu mati) orð yfir upptökur en ypptökustjórar verða Jón Þór og Silli.
**við erum, Palli, Mundi, Silli, Gunni, Gummi og kannski Ólafur Teitur ásamt Sigrúnu, Helgu, Helgu, Kjartani og Valda.

Engin ummæli: