Radio PSB

27 júlí 2006

Fröken Danmörk..... hér komum við :-)

Þetta er allt að gerast. Við Helga höfum verið á fullu við að pakka saman dótinu okkar hér í Skarðshlíðinni og það lítur út fyrir að það klárist á morgun. Ég fer vestur með rútunni á morgun til að spila á Melló Músíka sem er hluti af Unglistarhátíðinni á Hvammstanga, tjahhh eða Húnaþingi vestra. Svo fer ég aftur austur annað kvöld, eða aðra nótt. Það fer aðeins eftir því hvað ég verð að spila lengi, ég hef ekki humynd um það nebblega sko. En ég fer austur aftur á FORD sem Guðný og Jói eiga með hrossakerru aftan í til þess að flytja dótið suður til REK, það sem fer í gám sem siglir til DK, og annað dót sem fer í geymslu í Víðihlíð. Það á að gerast á föstudaginn. Og aftur norður frá Reykjavík seinnipart föstudags með FORDinn og hrossakerruna en þá með þriggja tonna hlass, eitthvað múrefni sem á að fara utan á útihúsin á Besstastöðum eins og Hinrik Elvar kallar bæinn. Og út fljúgum við þann 7. ágúst klukkan 15:30. Og hér er óbein beiðni til Einars bróður og Ingunnar systur. Nennið þið að rúlla á eftir okkur til Keflavíkur á mánudaginn þann 7. ágúst til þess að keyra Skoda til baka og koma honum til Elvars Vil? Hann ætlar nefnilega að taka hann, þrífa og selja fyrir mig. Það væri alveg magnað ef þið hafið tíma til þess.

Sof,
Bless.

Eitt spakmæli hér í restina. Spakmæli sem Berghildur stærðfræðikennari lét út úr sér þegar hún ásamt Guðmundi skólastjóra og dætrum fluttu frá Laugarbakka til Akureyrar:
Enginn veitt hvað átt hefur fyrr en flutt hefur. Orð að sönnu, orð að sönnu.

Engin ummæli: