09 júlí 2006Við Helga og Hinrik Elvar fórum suður í Mosfellsbæ í dag þar sem okkur var boðið í afmæli. Það var hún frænka mín, Valdís Unnur Einarsdóttir sem var að halda upp á þriggja ára afmælið sitt. Einnig var systir hennar, Dagrún Lóa Einarsdóttir að halda upp á sitt afmæli en hún varð 6 ára en reyndar afmæli einhvertíman í júní ef ég man rétt.

Hér er svo Einar bróðir með nýjasta fjölskyldumeðliminn í sinni fjölskyldu. Hann fæddist núna seint í júní (man ekki alveg hvenær) og er...... lítill. Já.

Slatti af fólki kom í afmælið. Þar má nefna systur hennar Svövu sem ég man aldrei hvað heita :-S, Ingunn og Heimir komu, Svenni og Unnur (pabbi og mamma Svövu) Eggert Teitsson og Ásta með sín barn/börn og mamma ásamt Bessastaðabörnunum. Það er nefnilega það.

En takk fyrir kökurnar

Engin ummæli: