21 júlí 2014

Snjóalög í Oddsskarði, þriðji capituli

Nú, 6 dögum eftir að annar capituli var skrifaður og myndaður, fór ég aftur upp í Oddsskarð til að athuga með snjóalög og færð.
Skemmst er frá því að segja að töluvert margir dagar er í að fært verði þarna yfir, nema að Ari láti moka leiðina sem mér þykir harla ólíklegt.
En eitthvað hefur þó bráðnað af snjó þarna uppfrá.
Látum myndirnar tala.

Tvær efstu myndirnar eru teknar 16. júlí 2014.


 Þessar tvær neðri eru teknar í dag, 21. júlí 2014.
Það er ekki mikill munur á en þó einhver.


Reyndar er orðið ágætlega fært fyrir fjórhjól upp í skarð að norðan verðu.
Það nýtti ég mér og skellti mér uppeftir og tók nokkrar myndir yfir dali og firði.
Einnig af tröllabarnaskólanum í Oddsskarði sem er hér til hliðar.

Fleiri myndir má skoða með því að smella hér.

Engin ummæli: