16 júlí 2014

Snjóalög í Oddsskarði annar capituli.

Það var seinnipart dags nú í dag að ég skutlaðist á fjórhjóli mínu upp í Oddsskarð aftur.
Tilgangur þessarar ferðar var að kanna snjóalög í Oddsskarði og í þetta sinn að sunnanverðu því ekki var tími til þess í fyrri ferðinni.
Niðurstaðan er að enn síður er fært um gamla Oddsskarði veginn að sunnanverðu sökum snjóa.
Oddsskarðsgöngin er þó enn fær öllum ökutækjum.
Fyrir þá sem fýsir í göngutúr um fjalllendi Fjarðabyggðar þá er göngutúr á Svartafjall gríðarlega skemmtileg dægradvöl.Engin ummæli: