:.:SKO:.:
Helgin er sem sagt búin og hún var svona:
Það var ball á Þinghúsinu á Hvammstanga. Þessar voru þar í svaka stuði.
Svo voru æfingar fyrir söngvarakeppnina auðvitað, mest allan laugardaginn og sunnudaginn.
Eftir æfingu í dag fóru Gummi og Hinni að henda rörum og mér datt í hug að taka myndir af þeim auðvitað líka.
Á leiðinni frá Laugarbakkaskóla þar sem Gummi og Hinni voru að henda rörum sá ég þessar kerlur hér. Þær voru á leipinni út á HVT að fara í sjoppuna til að fá sér pylsur. Það skal tekið fram að myndin er tekin rétt norðan við verkstæðið á Laugarbakka.
Svo ætluðum við Hinni að fara AÐEINS að skjót á Söndum en Hinni festi sig í drullu á GOLFinum sem er ekki alveg útbúinn fyrir drulluakstur og það ferðalag endaði svona. H'er er Gulli aðalbóndi að draga Hinna úr pittinum. Þetta var eiginlega svona "pittstopp" hjá Hinna.
Svona var helgin í grófum dráttum.
Ég hlakka til þeirrar næstu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli