05 apríl 2004

:.:Helgaruppgjör:.:

ÉG fór s.s. vestur með Moggabílnum á föstudaginn og æfði með The Rolling Hóps í Strandbæ á föstudagskvöldið. Laugardagurinn byrjaði með hafragraut, slátri og LÝSI á Ósi. Svo var dálítið rótrerí með Hjalta um miðjan laugardaginn og ball á Þinghús-Bar á laugardagskvöldið. Þar mættu rétt um 60 manns sem gaf fínasta aukapening. Katrín Þóra var á ballinu svo og margar aðrar konur eg margir menn. En Það er spurning með þig Katrín mín. Ertu búin að finna húfuna þína, já eða peysuna þína? Eða er þetta eitthvað sem við áttum að spila fyrir þig EINU SINNI ENN???????
Og ROOOSALEGA voru PIDDSURNAR góðar hjá ykkur Þinghús-Bar-strákar

Á sunnudaginn fórum við Helga svo til Selfoss þar sem var verið að ferma hana Guðbjörgu Ester frænku mína. Veislan byrjaði klukkan 17:00 og stóð eitthvað fram eftir kveldi en við fórum um 20:00 leitið. Rúlluðum í "bæinn", fyrst heim til Stínu frænku í Lundahólana með hann Friðgeir og svo í Grafarvoginn til Ninnu með einhverja cd sem hún átti. Stoppuðum aðeins hjá Einari og Svövu á leiðinni út úr bænum. Löggðum af stað kl. 21:30 úr Mosó og vorum komin að Söndum kl. 23:30. Þar engum við páskalambalærið sem verður líklega etið um páskana. Svo vorum við komin kl 02:14 á Akureyri. Skemmtilegt þaaaaað.

Og svo er bara að fara að sækja nýja bílinn á eftir. MMC Galant steisjon vagón. Árg, 1997, ekinn 122.000 km. sjsk og eins og hægt er

Hér eru myndir af kerrunni.
Svaka kerra
Svaka kerra að aftan

Annars er ekkert að frétta.

Engin ummæli: