20 apríl 2004

:.:Hæ:.:

Ég er heima hjá Einari bróður og Svövu mágkonu að hamast í tölvunni.
Ég er sem sagt byrjaður að vinna hjá Borgarverk. Það er fínt. Ég er búinn að brjóta einn öxul af fjórum í einni ScaníuDRUSLUNNI þarna og nú er hún óökuhæf vegna þess. Það gekk nú bara vel. Ég var meira að segja skammaður fyrir að hafa ekki skemmt bílinn meira, sem að það er. Annars er ekkert mikið að frétta. Ég bíð alveg með spenningi eftir því að helga verði búin í skólanum. Þá fæ ég nefnilega fartölvuna og get farið að skoða mig um á netinu á hverjum degi væntanlega. Það verður nú gaman. Það gerir það sko. Annars er ekkert mikið að frétta. Rok og blíða í Borgarfirði og eitthvað. Merkilegt reyndar hvað sumir karlmenn þurfa alltaf að vera dónalegir í talsmáta. Talandi um sín á milli að "fá að ríða hressilega", "hafa góð kynferðismök reglulega" og svona allskonar dótarí sem allavega ég vil hafa bara fyrir sjálfann mig. Nei bara pæling. Annars er ekkert mikið að frétta. Sem að það er. ÞETTA ER MJÖG INNIHALDSRÍKT BLOGG.

Og Hrannar: SCANIA SÖÖÖÖÖKKKKKKAAAR FEEEEEIIIIIIIITTTT. Helv..... druslur. Allavega þessar gömlu sem eru keyrðar 600.000 km og meira :-)

Þá er ekki fleira í þættinum að sinni,
verið þið sæl.

Engin ummæli: