:.:Takið eftir takið eftir:.:
Vegna FJÖLDA FJÖLDA áskoranna verður söngvarakeppnin sem haldin var seinustu helgi ENDURTEKIN, já ENDURTEKIN í Félagsheimilinu Hvammstanga um páskahelgina næstkomandi. Borist hefur mér, Ingibjörgu, Gumma, Hinna og Helgu FJÖLDINN allur af tölvupósti, bréfpósti flöskuskeytum og símhringingum með beiðni þessari. Við erum búin að ná sambandi við Imbu í Félagsheimilinu og tíminn sem hefur verið ákeðinn er kl. 21:00 föstudaginn 10 apríl n.k. Keppendur þurfa að mæta á eina æfingu NÆSTU HELGI. Við ætlum að notast við röðina sem var í keppninni þ.e.a.s. Helga og Elín byrja kl. 15:00 á Þinghús-Bar á HVT og hafa þær, svo og allir aðrir keppendur, hálfa klst. til æfingarinnar.
Miðaverð verður stillt í hóf og kostar kr. 250 inn á Generalprufuna og kr. 1990 inn á keppnina sjálfa.
Þinghús-Bar verður með vínveitingar líkt og um seinustu helgi. Vonumst við í Kashmír til að sjá ykkur sem flest og hlökkum við mikið til þess að takast á við þetta verkefni. Þeir sem EKKI geta verið með vinsamlegast látið mig vita í tölvupóstfangið: pallibj@simnet.is eða kommentið hér á kommenntakommentinu.
Kveðja,
Palli.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli