17 maí 2005

Í dag byrjaði ég í nýrri vinnu.
Ég byrjaði hjá fyrirtæki sem heitir SBA-NORÐURLEIÐ hf. Það lofar góðu enn sem komið er, ég fór austur að hótel Reynihlíð til að sækja 9 manns sem klauf sig út úr 30 manna hópi sem var að koma með annari SBA rútu frá EGS. Þessi 9 manna hópur var á leiðinni á AEY nema einn. Hann Eiríkur, hann fór bara að Fosshóli sem er sjoppan við Goðafoss. Þessa ferð fór ég á FORD TRANSIT 14 manna bíl og hana nú. Og SVERRIR, ÉG FÉKK HRIKALEGA GÓÐAN MAT Í HÁDEGINU Á HÓTEL REYNIHLÍÐ. ÞAÐ VAR PÖNNUSTEIKT ÝSA Í RASPI MEÐ HRIIIIIIKALEGA GÓÐRI HVÍTLAUKSSÓSU, KARTÖFLUM OG SALLATI. Hvað var í matinn í Kárahnjúkum í dag :)

Spakmæli.
Setjum sjávarfenginn ekki út fyrir borð.
Bless.

Engin ummæli: