14 maí 2005

Þá kom laugardagur.
Hann heilsaði með sól og blíðu um Eyjafjörð allann. ÉG fór áðan niður á ESSO við Tryggvabraut og sótti þangað dekk sem Björn Ingi, vinur minn í Reykjavík og starfsmaður hjá Heklu hf, útvegað mér á spottprís. GODD YEAR EAGLE 196/65R15. Líður ykkur ekki betur að vita það? Þaðan fór ég á Höldur dekkjaverkstæði þar sem skipt var um dekkin á met tíma. Ekkert naglabrak og leiðindi lengur. Enda segi ég líka að maður á að keyra um á loftbóludekkjum á veturna en ekki nöglum. Ég reyndar ók um á nöglum seinasta vetur og mun gera næsta vegna þess að ég fékk dekkin frítt síðastliðinn desember.
Svo er bara að finna eitthvað til að gera í dag. Kannski maður hringi í Ingvar Jónsson frænda og athugi hvort hann er heima og hvort hann vill bjóða okkur í kaffi núna. Hann allavega vildi það þegar við vorum í DK um daginn. Nú eða þá að hringja í Silla og vita hvort hann vill koma að spila með mér eitthvað á nýja trommusettið sitt og ég á nýja fína magnarann minn. Já ég sótti hann í gær. Þvílíkt gott sánd í honum.
En nú fer þetta að líkjast bloggunum hjá Ingunni systur og Brynju Víðs; það er að verða allt of langt.

Kveðja frá AKUREYRI
Palli.

Spakmæli.
Flugmenn virðast vera öðru nær, mána og sól, en aðrir menn.

Engin ummæli: