Góðan daginn.
Sunnudagur já. ÉG fór í gærkvöldi inn á Odd-Vitann á Akureyri til að hlusta á þá Dogglas Villson (eða Doglas Vilson) spila. Þeir eru að leita að bassaleikara. Halli sem hefur verið að spila með þeim er að hætta. Lára Kristín, þú átt að þekkja Halla og Geiri örugglega líka. Þeir eru fínir sko að mörgu leiti.
Þar á eftir kíkti ég aðeins til Silla en hann var á Sjallanum að hljóðbraskast eitthvað í sambandi við fámennasta júróvisjónpartý á Akureyri sem ég hef nokkurtíman séð, og hef ég nú ekki séð neitt annað svona partý.
En hvað varðar SBA, nýju vinnuna, er allt gott að frétta þaðan. Fínt fínt bara og gaman. Nema að það sem fer mest í taugarnar á mér er það að geta sjaldnast sagt til um það eða séð það út hvenær ég hætti að vinna suma daga. Ef ég er í ferð með fólk sem pantar rútu þá get ég oft ekkert sagt til um það hvenær ég kem heim og það finnst mér mjög leiðinlegt. Og hana nú.
Og hér er eitthvað fyrir Jón Þór:
Beringher digital hljóðkerfi voru fundin upp árið 1891af þýskum fréttamanni sem hét því fornaldarnafni Her Inger Ber. Hann var einstaklega næmur á allskonar hljóð sem mannseyrað undir venjulegum kringumstæðum vart greinir. Hans helsta og skemmtilegasta áhugamál var að ná fullkominni upptöku af því að heyra saumnál detta í heystakk. Ekki vel það gekk með fornaldartækjum sem eingöngu voru í boði þar og þá. Þess vegna settist Her Inger Ber niður og fór að hugsa málið. Hann hugsaði og hugsaði hvað mest hann mátti og hætti því ekki fyrr en hann komst að niðurstöði. Hvaða niðurstöðu hann komst að, kemst þú að seinna kalli minn.
Spakmæli:
Enginn veit fyrr en allt í einu EN örfáir vita samt smátt og smátt.
Bless.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli