12 september 2008

Dekk og önnur dekk.

Vegna þess hversu það er orðið auðvelt í dag að götuskrá fjórhjól langar mig aðeins að pæla í dekkjunum undir þeim.
Það er líklega ekki margt leiðinlegra en að keyra um á nokkuð spræku fjórhjóli á þjóðvegi 1 eða öðrum sæmilegum vegum með urrandi dekkjagný í eyrunum. Það er nefnilega málið að það urrar svo mikið í "original" dekkjunum sem hjólin koma á frá verksmiðju.

Þess vegna er ég að skrifa þetta hér því ég hef lausn á málinu, sem og líklega margir aðrir.
Það er einfaldlega hægt að kaupa sér 14 tommu felgur undir hjólin og svo 14 tommu fólksbíladekk á felgurnar. Þá losnar maður allavega við dekkja urrið og þar að auki er komið mun þéttara veggrip og meira öryggi.

Svo ætla ég mér að kanna það hvort felgur undan til dæmis Mitsubishi Galant (með gatadeilinguna 4X110) passi undir fjórhjól. Gatadeilingin er sú sama á Galant og á Suzuki KingQuad allavega. Það er bara spurning með það hvort að felgan passar upp á hjólnafið sjálft. Ef svo er þá er líklega ekkert því til fyrirstöðu að kaupa sér felgur undan svoleiðis bíl, hvort sem það eru ál- eða stálfelgur, og einhver 195/50R15 dekk þar á. Gæti verið kúl og líklegt að akstureiginleikar hjólsins batni frekar en að versna.

Hvað heldur þú?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sko.....ég held....eða öllu heldur mér finnst allt sem viðkemur Mitsubishi Galant ógeðslega töff!!!!
Kveðja Hafdís

pallilitli sagði...

Hehehe. Vissi það. Ég hef sko átt 5 MMC Galant bíla.

Nafnlaus sagði...

Komdu sæll Páll.
Ertu ekki annars bara nokkuð sæll með lífið og tilveruna?
Vertu sæll Páll.
Kveðja Hafdís.

Nafnlaus sagði...

Sælir.Galant er með 4x114.3 en Ford og Volvo er með 4x108.