Það hlaut bara að koma að því.
Hlynur er búinn að götuskrá Polaris Sportsman 800 hjólið sitt. Loksins. En það tók ekki langan tíma eins og sést á blogginu hans.
Þann 29. ágúst síðastliðinn setur hann inn færslu um að hann hafi talað við Umferðastofu um götuskráningu fjórhjóla og núna rétt um viku seinna er hann búinn að skrá sitt. Magnaður kallinn. Það vantar bara tölulegar staðreyndir (fjárhagslegar) og betri mynd frá honum til að sanna það því þessi mynd sannar það ekki alveg þó svo að það sé búið að setja aurhlífar aftan á það :)
Ekki það að ég trúi þér ekki Hlynur minn hehehe. Væri gaman að fá að sjá númerið.
En hjartanlega til hamingju með þetta.
Meira seinna. (Vonandi "betri" mynd líka ;) )
7 ummæli:
Hæ Palli minn.
Var svona að vellta því fyrir mér hvað þetta orð: ródlígal þýðir.
Bara svona smá vangavelltu í mér....er þetta eitthvað fjórhjólamál í stíl við síðuna eða?
Bæ Palli minn.
Hafdís
Hæ Palli...aftur.
Kannski aðeins of mörg l í velta hjá mér :) þú fyrirgefur ef þú er að borga stafaskatt af síðunni.
Bæ Palli...aftur.
Hafdís
Jú Hafdís, ródlígal er einhverskonar afbökun af engilsaskneska orðinu roadlegal, sem þýðir löglegur á götum eða götuskráð eins á við í þessu tilfelli hér.
En takk, Hafdís mín, fyrir að kíkja hingað inn. Þetta segir mér bara það að þú hefur brennandi áhuga á fjórhjólm.
Þakka þér fyrir þessa skýringu Páll.
Áhuga á fjórhjólum segir þú hummmm...uuuuu nei ekki get ég nú sagt það.
Kveðja Hafdís
Hva ertu sofandi?
Kv. Hafdís
Ródlígal það var laglegt,vél orðað hjá þér páll.En þetta með mynd af númerinu þá skipti ég um mynd á síðunni sem sýnir númerið sem sönnunargagn A. Og svo þarf ég bara að ljósrita skráningarskírteinið og senda þér í tölvupósti sem sönnunargagn B. hehehe. Heyrums síðar kallinn.
Nú er dagur að kveldi kominn.....vildi bara láta þig vita.
Kveðja Hafdís
Skrifa ummæli