Nú hefur mikið verið rætt um götuskráð fjórhjól og hvað fjórhjól yfirleitt eyði miklu bensíni. Talað er um að stóru hjólin frá Polaris, Kawasaki og Can-Am eyði meiru en til dæmis stóra hjólið frá Suzuki. Líkleg ástæða fyrir þessu er sú að Polaris, Kawasaki og Can-Am eru tveggja strokka á meðan Suzuki er eins strokka... eins og flestir vita. En það er ekki bara það sem hugsanlega er að auka eyðsluna hjá til dæmis Polaris. Samkvæmt því sem Douglas Meyer segir á síðuni sinni, www.atvtv.com eru Polaris hjólin lægra gíruð/drifuð en til dæmis Suzuki. Þrátt fyrir að báðar tegundir komist jafn hratt að þá er mótorinn í Polaris hjólinu að snúast mun hraðar en í Suzuki sem þýðir meiri bensíneyðsla.
Vídeóið sem ég bendi á hér fjallar um dóma á Polaris Sportsman Touring 800 Long Term Wrap Up.
Long Term Wrap Up dómarnir fara þannig fram að þeir hjá ATVTV fá hjól frá einhverjum framleiðandanum í einhvern ákveðinn tíma til þess að keyra þau og breyta þeim ef þeir vilja upp að vissu marki. Þeir reyna að setja inn eins margar mílur og þeir geta á þeim tíma sem þeir hafa hjólin og láta svo skoðanir sínar í ljós um það hvað er gott, hvað er slæmt, hvað er hægt að laga og bæta með litlum tilkostnaði og þar fram eftir götunum.
Hér er linkur inn á vídeóið þar sem fjallað er um Polaris Sportsman Touring 800 Long Term Wrap Up og minnst aðeins á þetta með eyðsluna.
3 ummæli:
hummm á bara að tala um fjórhjól á þessari síðu??
Kveðja Hafdís hárfagra.
Já já Hafdís mín. Hér verður nánast eingöngu rætt um fjórhjól. Kanski annað slagið um kleinubakstur frúarinnar eða nautgriparækt. En vertu velkomin hingað aftur og aftur :)
Fín síða hjá þér til hamingju. Vera svo duglegur með síðuna að skrifa og setja myndir.
Skrifa ummæli