21 febrúar 2004

:.:Ball á Blönduósi:.:

Það var ekki svo slæmt þetta ballstikki. Við vorum í góðum gír á ballinu og skemmtum fólkinu sýndist mér vel.
Það voru einhverjir fjórir strákar sem spiluðu frumsamið efni áður en við byrjuðum og trommarinn hjá þeim......
munið þið eftir dýra í Prúðuleikurunum? Þessi var svipaður, bara soldið mikið actívari.
Nú erum við að fara að æfa okkur að spila lögin fyrir söngvarakeppnina svo við getum spilað þau frekar lýtalaust þegar æfingar með söngvurum byrja. Og ég er sammála Munda, það þarf ekkert að hafa greini á eftir orðum þar sem greinir(inn) á við. Eða já.

En nú er ég að spá í að hringja í Hinna og fá hann út með mér að skjóta eitthvað.

Engin ummæli: