Radio PSB

29 febrúar 2004

:.:SKOT SKOT SKOT:.:

Nú vegna þess hvað ég er minnugur þá langar mig til að deila því með ykkur að ég er að fara með Silla suður næstu helgi. Það verður fyrsta svona lengra ferðalagið okkar saman í ca 16 ár. Seinast fórum við í langferð saman í Skólalúðrarsveitaferðalag suður um höfin. Minnir mig. En eins og margir vita, vonandi það fólk sem við erum að fara að spila fyrir allavega, er The Zetors að fara að spila í ammæli í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar sem Einar Páll á Bjargshóli átti einu sinni heima. Svo þetta verður bara gaman. Þá er bara að reyna að semja við einhvern sem á amerískann pallbíl til að Lána/leigja okkur félugunum (mér, Silla og Munda)svo við komumst með allt dótið okkar suður og norður aftur. Ég á nú ágætis systur en hún á assó pikk öpp bíla af F.ixed O.r R.epaired D.aily gerð.

Og Hobbita nafnið mitt er: Dínendal Nénharma

já já.....

Engin ummæli: