24 febrúar 2004

:.:Duga eða drattast:.:

Helgin seinasta. Ég veit það ekki. Ég var að spila alla helgina. Byrjaði á Bl.ósi kl ca 23:20-01:10
Það var ekki leiðinlegt. Við fengum meira að segja að spila með Idol stjörnunni henni Ardísi. Eða kannski frekar, hún varð svo heppin að fá að syngja með okkur.
Svo var æfing á laugardaginn. Svona foræfing fyrir æfingar söngvarakeppninnar.
Um kvöld laugardags spiluðum við Einar bróðir inní Staðarflöt fyrir Lóuþrælana þar sem þeir voru með árshátíð. Voða gaman og Kjartan og Anna María Sjopps voru alveg undrandi á því að við Einar gætum verið bræður, ef ég hef skilið hana rétt.
Og á sunnudag var "foræft" meira fyrir söngvarakeppnina. Svaka gaman.
Næstu helgi hefjast svo æfingar með söngvurunum sem ætla að taka þátt í keppninni.

Og eins og Silli segir í lok bloggs:
Og hvað?

Engin ummæli: