Hæ hó.
Svona rétt áður en ég fer að vinna aftur.
Ég verð EKKI með fartölvuna í næsta úthaldi, eða næsta hálfa mánuðinn vegna mikillrar vinnu hjá Helgu, sem þarf einmitt að nota tölvuna. Svo að það verður eitthvað lítið hangið á MSN eða lítið bloggað.
En það er lítið að gerast núna hjá mér en allt brjálað hjá Helgu. Fullt af verkefnum í gangi í skólanum og fullt af einhverju öðru líka. ítölskunámskeið og fiðlutímar. Ég var spurður að því um daginn af Inga Svani vinnufélaga mínum hvort hún væri á ítölskunámskeiðinu svo hún gæti talað við mig þegar ég kem niður úr Kárahnjúkum. En það er nún ekki svo. Ég hef engann áhuga á að læra ítölsku. Ekki í bráð allavega.
Er ekki stemming fyrir söngvarakeppninni? Fannst ykkur æfingin ekki ganga bara ágætlega um helgina seinust. (Beint að þeim sem voru á æfingunni)
Bless kless.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli