29 mars 2005

Ég get nú heldur betur sagt ykkur eitt.
Ég gerði mér lítið fyrir í gær og réðist ekki á garðinn þar sem hann lægstur ku vera. Ég labbaði mér upp á Kárahnjúk sem hefur hæðst punkt í rúmlega 800 metrum yfir sjávarmáli.
Hér getur að líta myndir sem ég tók þarna upp.
Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.



Útskýringar: Á fyrstu myndinni er klöpp sem stendur eins og tindur upp úr berginu í hnjúknum..... eða eitthvað.
Á mynd tvö er drottning allra fjalla á Íslandi, sjálf Herðubreið.
Á þriðju myndinni er ég að sýna ykkur vega/gatnakerfið hér uppfrá. ÉG segi nú bara Kópavogur hvað?

Spakmæli:
Ef garðurinn er of hár þar sem ráðast skal fyrst á hann er sennilega betra að ráðast ekki á hann fyrr en hann lækkar niður í þá hæð sem maður telur sig geta ráðist á hann án slysa og móðgana í beggja garð.

Engin ummæli: