14 mars 2005

Smá Blogg.

Það er réttast að blogga smá blogg.
Það voru æfingar seinustu helgi á Hvammstanga fyrir söngvarakeppnina sem verður 9. apríl næstkomandi, eins og fréttastofa RUV segir alltaf. Æfingarnar gengu bara þónokkuð vel og magnað að sjá hvað sumir af keppendunum hafa valið sér góð lög. En duga má ef betur skal, eins og máltækið segir ekki.
Svo tekur við vinna á fimmtudaginn næsta og svo frí aftur frá 31. mars til 11. apríl. Árni vinnufélagi minn, sem er bróðir Sollu og mágur Gústa Jak, ætlar að vinna fyrir mig þessa fjóra daga sem ég verð í fríi.
Og Jón á Ósi var að fá sér nýjan bíl. DODGE RAM auðvitað árg. 2004. Snilldar bíll sko. Gaman að því.

Engin ummæli: