01 mars 2005

Jahérna hér. Ég segi nú bara eins og Ingunn systir: ............ ég man ekkert hvað hún segir en ég rakst á bloggsíðun hennar fyrir tilviljun. Sennilega af því að hún er nýbúin að setja það á MSN-ið sitt. Takk fyrir að láta mig vita Ingunn :) En slóðin inn á þessa síðu er sem sagt hérna. Það er að segja www.blog.central.is/tjampi.
EN hún er sem sagt að fara, ásamt einhverri vinkonu sinni sem ég veit ekkert hver er, í einhverja rétt rúmlega helgarferð til Brandararíkjanna af því að hún var svo klár að vinna EAS keppnina í sínum flokki og ég er rosalega mikið stolltur af henni.

Davíð (al)heimsmokari sem vinnur hérna við Kárahnjúka er algjör gítarsnillingur, bassaleikari með meiru og orgelleikari. Hann var að tala við mig um að koma að spila með sér blues af því að hann fann einhverja blökkukonu sem er víst mikil bluessöngkona. Það verður gaman að vita hvort f þessu verður og JEEEESSSSSSSSSSSS hvað ég væri til í það :)

Meira seinna.

Engin ummæli: