27 mars 2005

Ritað frá Kárahnjúkum

Hér er ekkert að gerast. Þ.e.a.s. það er engin vinna hér í dag nema að það fóru fjórar rútur á EGS. Ég varð fyrir þeirri dásemdar lukku að þurfa EKKI að fara þangað..... sem er mjög gott, eins og Ísleifur segir alltaf en ég nýt þess í staðinn að hanga hér uppí MAIN CAMP og háma í mig páskaeggið sem ég keypti mér í gær í Kaupfélagi Kárahnjúka.
Reyndar fékk ég páskaegg númer 3 frá minni heittelskuðu með mér hingað upp eftir en þar sem ég kláraði það í fyrradag þá keypti ég mér annað númer 4. Voða gott egg sko.

Nú er það komið á hreint að Jón Þór sem ég held alveg pottþétt að sé Helgason, ætlar að vera hljóðmaður á söngvarakeppninni. En Jón Þór þessi er bróði hins ljómandi ágæta MUNDA sem allir þekkja sennilega betur sem YFIRZETOR. Gefum þeim bræðrum mörg góð klöpp, eins og Ómar Ragnarsson segir alltaf.

Og hér mun ég taka upp spakmælin aftur. Þau gömlu er hægt að finna á gamla blogginu mínu

Spakmæli páskanna 2005:
Páskar, kattarnafn framtíðarinnar. Ekki svo slæmt en nefnifallið er betra hvað það varðar í þágufalli.

Engin ummæli: