04 apríl 2005

Nýjasta nýtt.

Allir þekkja hljómsveitina ðe Zetorz.
Það nýjasta sem af þeirri fínustu sveit er að frétta er að kumpánarnir í því bandi sóttu um sjálfboðaliðastöðu í Tsunami, USA og í Grímsey. Vonandi fáum við allar þessar stöður en hver þeirra tekur við af annari. Byrjað verður í Tsunami í janúar árið 2006, þar næst tekur við USA verkefnið en það hefst í júní sama ár og líkur í september byrjun. Þar næst og til að klára árið í góðgerð förum við til Grímseyjar í einmitt september byrjun og því verkefni líkur svo á gamlársdag árið 2006.
Gert er ráð fyrir því að við spilum allavega 290 sinnum á þessu ferðalagi okkar en hlutverk sjálfboðaliðanna í ðe Zetorz er að halda öðrum sjálfboðaliðum vakandi við vinnu sína með spil og söng. Vonandi og mjööööög líklega fer þetta okkur Zetorum afar vel úr hendi og er það von okkar og trú að allir sem heyra í okkur spila verði yfir sig hrifnir. Þó ekki svo að vinna stöðvist en leinivopnið..... tjahhh það má nú ekki segja frá því en ég leyfi mér að upplýsa það samt. Það verður með þeim hætti að ef fólk er farið að dansa vangadans við tónlistina okkar að þá einfaldlega förum við í LIGHTNING POLKA sem aldrei nokkurtíman hefur klikkað. Stemmingar og stuð taktur aldarinnar. Við það ætti fólk að koma sér að vinnu aftur. Við sem sagt spilum svo fólk geti unnið, höldum uppi stemmingu á vinnusvæðum.
Óskið okkur Zetorum góðs gengis í von um að fá þessar sjálfboðaliðastöður.

Takk í dag.
Palli litli, bazzazetor.

Engin ummæli: