24 apríl 2005

Gott veður já.
Í Danmörku er margt hægt að gera. Við erum reyndar ekki búin að gera mikið en förum í það fljótlega. Við höldum til í Sønderborg hjá Evu og Joha. Sønderborg er voðalega sunnarlega á Jótlandi. Á morgun er stefnan tekin á Þýskaland, nánar tiltekið Hamborg. Þar ætlum við að freista þess að finna frú þá er gefur manni alltaf peninga, frúin í Hamborg sko. Vonandi er hún ekki búin að gefa þá alla. Og ég býst við því að það verði farið eitthvað í verslanir. Til dæmis langar mig mjög mikið til að fara í hljóðfæraverslun og skóverslun.
Kannski blogga ég meira á morgun þegar við komum frá Hamborg.

Kveðja frá Danmörku.
Palli.

Engin ummæli: