27 apríl 2005

Tjahh..... ég segi nú bara eins og skáldið sagði forðum: Halló Akureyri.... og svo framvegis.
Við höfðum það af. Í morgun klukkan 7:30 að íslenskum tíma (9:30 að dönskum) lögðum við af stað frá Odense til Köb. Það eru ca 156 km og ég var ca 1 klst og 20 mínútur að aka það. Svo var það flugið. Mundi getur örugglega sagt okkur hvað það er langt í kílómetrum frá Köb til Kef. Og á leiðinni heim græddum við tvær klukkustundir út af tímamismuni landanna. Flugvélin fór af stað ca 14:00 og var komin ca 14:30 til íslands. Fínt það. Svo akstur frá KEF til AEY með smá viðkomu í KÓP og HVT. Gaman að þessu öllu.

Frúin í Hamborg fannst ekki. Hún hefur sennilega farið í frí til að fá sér hamborgara og meiri pening. En dýragarðurinn sem við skoðuðum þar er flottur. Fórum líka í IKEA í Hamborg með smá krókaleiðum.
Meira seinna.

Engin ummæli: