21 apríl 2005

Ég er kominn heim. Og það er alltaf jafn gott að vera kominn heim. Á morgun förum við svo vestur á Laugarbakka. Þar verða Hinrik og Marek eftir en við Helga og Eyþór höldum áfram suður til Reykjavíkur og svo til Sanderðis þar sem við fáum að gista hjá Guðrúnu og Gústa. Á laugardagsmorgun förum við svo í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og fljúgum til Danmerkur. Jamm og jibbí já. Það ætti að geta verið gaman. Við komum svo aftur á miðvikudaginn. Og vitið þið bara hvað? ÉG fer með bassamagnarann minn suður til Keflavíkur og skil hann þar eftir. ÉG kem EKKI aftur með hann norður. ALDREI AFTUR. Ég er búinn að SELJA HANN. Jibbííííí......

Kannski blogga ég eitthvað í DK.
Bless kless.

Engin ummæli: